Fréttir

(09.11.2017) Nýr kjarasamningur við SA undirritaður
Þann 23. október var undirritaður nýr ótímabundinn kjarasamningur á milli 14 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar. Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi aðila frá árinu 2011.
Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og SA er ólíkur ýmsum öðrum kjarasamningum að því leyti að í honum er ekki samið um laun fyrir einstök störf eða starfsmenn. Launakjör eru ákvörðuð í ráðningarsamningi milli vinnuveitanda og viðkomandi háskólamanns og getur starfsmaður óskað árlega eftir viðtali við sinn yfirmann um breytingar á starfskjörum. Sérstakur skýringarrammi var settur í samninginn um þessi árlegu launaviðtöl. Félagsmönnum hefur verið sendur póstur með yfirliti yfir helstu breytingar en félagsmenn geta haft samband við Þjónustuskrifstofu félagsins í síma 595-5165 óski þeir eftir frekari upplýsingum um samninginn.
Nýja kjarasamninginn má finna hér

(27.3.2017) Aðalfundur félagsins 2017.
Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga var haldinn 23. mars sl. frábær mæting var á fundinn og var einn nýr aðili kosinn í stjórn félagsins, þ.e. Bára Jónsdóttir, einnig var kosinn einn nýr varamaður í stjórn og varð fyrir valinu Jóhann Gunnar Þórarinsson. Hér má finna fundargerð aðalfundarins.

Hér má finna skýrslu stjórnar vegna tímabilsins 2016-2017.

(16.3.2017) Aðalfundur 2017
Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2017.

Fundurinn fer fram í fundarsölum á 4. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík og hefst klukkan 12:00 á hádegi.

Dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum laga félagsins.

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.      Skýrsla stjórnar.
3.      Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða ársreikninga félagsins fyrir liðið ár til samþykktar.
4.      Lagabreytingar, sbr. 9 gr.
5.      Kosningar:
A.      Kosning formanns annað hvert ár.
B.      Kosning 2ja aðalmanna til 2ja ára.
C.      Kosning eins varamanns til eins árs.
D.     Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara til eins árs.
6.      Ákvörðun félagsgjalda.
7.      Önnur mál.

Stjórn hvetur félagsmenn eindregið til að mæta og gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félagið.

Framboð og tilnefningar til embætta þurfa að hafa borist stjórn SL fyrir hádegi mánudaginn 20. mars.

Með kveðju,

Stjórnin

(2.2.2017) Nýr vefur um stofnanasamninga
Nýlega var sett upp heimasíða tileinkuð stofnanasamningum. Vefurinn er samstarfsverkefni Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og stéttarfélaga og er liður í fræðsluátaki um gerð og inntak stofnanasamninga. Á vefnum er að finna efni um tilurð og markmið stofnanasamninga sem og efni sem ætti að nýtast gerð og framkvæmd þeirra. Slóð á vefinn má finna hér

(15.3.2016) Aðalfundur félagsins 2016.
Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga var haldinn 14. mars sl. tveir nýir voru kosnir í stjórn félagsins, þ.e. Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Benedikt Hallgrímsson, einnig var kosinn einn varamaður í stjórn og varð fyrir valinu Bára Jónsdóttir.
Hér má finna skýrslu stjórnar 2015-2016.
Skýrsla stjórnar 2015-2016