Fréttir

(16.3.2017) Aðalfundur 2017
Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2017.
 
Fundurinn fer fram í fundarsölum á 4. hæð í Borgartúni 6, Reykjavík og hefst klukkan 12:00 á hádegi.
 
Dagskrá er hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt ákvæðum laga félagsins.
 
1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2.      Skýrsla stjórnar.
3.      Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða ársreikninga félagsins fyrir liðið ár til samþykktar.
4.      Lagabreytingar, sbr. 9 gr.
5.      Kosningar:
A.      Kosning formanns annað hvert ár.
B.      Kosning 2ja aðalmanna til 2ja ára.
C.      Kosning eins varamanns til eins árs.
D.     Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara til eins árs.
6.      Ákvörðun félagsgjalda.
7.      Önnur mál.
 
Stjórn hvetur félagsmenn eindregið til að mæta og gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir félagið.
 
Framboð og tilnefningar til embætta þurfa að hafa borist stjórn SL fyrir hádegi mánudaginn 20. mars.
 
 
Með kveðju,
 
Stjórnin
 
(2.2.2017) Nýr vefur um stofnanasamninga
Nýlega var sett upp heimasíða tileinkuð stofnanasamningum. Vefurinn er samstarfsverkefni Kjara- og mannauðssýslu ríkisins og stéttarfélaga og er liður í fræðsluátaki um gerð og inntak stofnanasamninga. Á vefnum er að finna efni um tilurð og markmið stofnanasamninga sem og efni sem ætti að nýtast gerð og framkvæmd þeirra. Slóð á vefinn má finna hér

(15.3.2016) Aðalfundur félagsins 2016.
Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga var haldinn 14. mars sl. tveir nýir voru kosnir í stjórn félagsins, þ.e. Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Benedikt Hallgrímsson, einnig var kosinn einn varamaður í stjórn og varð fyrir valinu Bára Jónsdóttir.
Hér má finna skýrslu stjórnar 2015-2016.
Skýrsla stjórnar 2015-2016

(12.3.2016) Aðalfundur félagsins 2016.
Ágæti félagsmaður
Stéttarfélag lögfræðinga boðar hér með aðalfund félagsins 2016. Fundurinn verður haldinn mánudaginn 14. mars 2016 og hefst klukkan 16:00 Fundarstaður er salur á 3. hæð í Borgartúni 6.

Dagskrá
1. kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða ársreikninga félagsins fyrir liðið ár til samþykktar.
4. Lagabreytingar, sbr. 9 gr.
5. Kosningar:
a. Kosning 2ja aðalmanna í stjórn félagsins til 2ja ára.
b. Kosning eins varamanns í stjórn félagsins til eins árs.
c. Kosning tveggja manna í samninganefnd og tveggja til vara.
d. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara til eins árs.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.

(21.12.2015) Skrifað undir kjarasamning við Reykjavíkurborg.

Þann 21. desember 2015 gerðu Stéttarfélag lögfræðinga og Reykjavíkurborg samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila. Miðvikudaginn 6. janúar 2016 kl. 12 verður samkomulagið kynnt félagsmönnum í sal BHM í Borgartúni 6. Vonumst við til að sjá ykkur flest þar. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Þann 4. janúar 2016 verður opnað fyrir rafræna kosningu sem verður opin til 7. janúar. Maskína rannsóknir munu sjá um rafrænu atkvæðagreiðsluna en afrit samningsins ætti að hafa verið sent á netföng viðeigandi félagsmanna.