Beint í efni

Andleg og líkamleg heilsa

Aðild að Stéttarfélagi lögfræðinga opnar á fjárhagslega aðstoð vegna heilbrigðisþjónustu eða langvarandi fjarveru frá vinnu vegna veikinda. Sjúkra- og styrktarsjóðir greiða fyrir sérfræðiráðgjöf og útlagðan kostnað. Styrktarsjóður BHM er fyrir félagsmenn sem starfa á opinberum vinnumarkaði og Sjúkrasjóður BHM er fyrir félagsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði.

Styrktarsjóður

Hlutverk Styrktarsjóðs BHM er að styrkja sjóðsfélaga og koma til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slysa, styðja við endurhæfingu og forvarnir af ýmsum toga og koma til móts við útgjöld vegna andláts sjóðsfélaga.

Rétt í Styrktarsjóð eiga þeir sem greitt hefur verið fyrir styrktarsjóðsframlag í samtals 6 mánuði þar af 3 samfellda.

Sjóðurinn veitir styrki til félagsmanna vegna tekjutaps vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slysa. Þá veitir sjóðurinn einnig styrki vegna endurhæfingu og forvörnum af ýmsum toga. Auk þess koma styrkir sjóðsins til móts við útgjöld vegna andláts sjóðfélaga.

Sjóðurinn greiðir sjóðfélögum sjúkradagpeninga vegna tímabundins tekjutaps sjóðfélaga sökum óvinnufærni sökum veikinda eða slysa.

Umsóknarferli

Umsóknum í Styrktarsjóð skal skilað rafrænt á Mínum síðum á vef BHM. Starfsmenn sjóðsins afgreiða umsóknir samkvæmt úthlutunarreglum.

Allir umsækjendur fá svarpóst þar sem fram kemur hvort umsóknin hefur verið samþykkt eða ekki og hvaða gögnum þurfi að skila til þess að unnt sé að greiða styrkinn út.

Upplýsingar og aðstoð

Starfsmenn Þjónustuvers sjóða BHM veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr Styrktarsjóði.

Sími: 595 5100

Netfang: sjodir@bhm.is

Sjúkrasjóður BHM

Hlutverk sjóðsins er að styrkja sjóðsfélaga og koma til móts við tekjutap vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slysa, styðja við endurhæfingu og forvarnir af ýmsum toga og koma til móts við útgjöld vegna andláts sjóðfélaga.

Rétt í Sjúkrasjóði BHM eiga þeir sem greitt hefur verið fyrir sjúkrasjóðsframlag í samtals 6 mánuði, þar af samfellda 3 mánuði áður en atburður sem leiðir til styrkumsóknar átti sér stað.

Sjóðurinn veitir styrki til félagsmanna vegna tekjutaps vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu sökum veikinda og slysa. Þá veitir sjóðurinn einnig styrki vegna endurhæfingu og forvörnum af ýmsum toga. Auk þess koma styrkir sjóðsins til móts við útgjöld vegna andláts sjóðfélaga.

Upplýsingar og aðstoð

Starfsmenn Þjónustuvers sjóða BHM veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr Sjúkrasjóði.

Sími: 595 5100

Netfang: sjodir@bhm.is