Beint í efni

Starfsmat

Hjá Stéttarfélagi lögfræðinga byggjast laun félagsmanna sem starfa hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum annars vegar á miðlægum heildarkjarasamningi og hins vegar sérstöku starfsmati.

Starfsmatskerfið

 • Starfsmatið heitir SAMSTARF og er samræmt starfsmatskerfi
 • Það er notað til að meta störf félagsmanna aðildarfélaga BHM sem hafa samið um starfsmat í kjarasamningum sínum
 • Verkefnastofa starfsmats sér um starfsmat fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg
 • Sjá greinargóðar upplýsingar á vefsíðu Verkefnastofu starfsmats.
 • Starfsmatið er aðeins starfaröðunarkerfi en ekki kerfi til að meta hvað eru „sanngjörn“ laun í krónum talið.
 • Kerfið byggir á hlutlægum viðmiðum sem notuð eru til að bera saman störf í samræmi við þær kröfur sem í störfunum felast, óháð hæfni þeirra sem þau vinna.
 • Markmið starfsmats er að tryggja að starfsmönnum séu ákvörðuð laun með eins málefnalegum og hlutlægum aðferðum og hægt er og á að leiða til þess að störfum sé raðað þannig til grunnlauna að þau séu hin sömu fyrir störf sem metin eru jafnkrefjandi, óháð starfsstöðum, stéttarfélagi eða kyni.

Starfsmat er:

 • Greiningartæki er metur innbyrðis vægi starfa út frá ákveðnum forsendum.
 • Aðferð til að leggja samræmt mat á ólík störf.
 • Aðferð til að gera forsendur launaákvarðana sýnilegar.
 • Leið til að ákvarða sömu laun fyrir sambærileg og jafnverðmæt störf.

Starfsmat er ekki:

 • Mat á persónulegri hæfni starfsmanna í starfi.
 • Mat á árangri starfsmanna í starfi.
 • Mat á frammistöðu starfsmanna í starfi.

Mat á starfi

 • Röðun starfa í starfsmati er á ábyrgð starfsmatsnefndar sem skipuð er 3 fulltrúum vinnuveitanda og 3 fulltrúum stéttarfélaga.
 • Mikilvægt er að endurmeta störf með reglulegu millibili til þess að fylgja eftir breytingum eða þróun starfa.
 • Alltaf er unnt að óska eftir endurmati á starfi ef starfsmanni eða hópi starfsmanna finnst matið á starfinu ekki rétt á einstökum þáttum eða að matið nái ekki yfir verksvið og/eða umfang viðkomandi starfs.

Mat á starfi byggist á:

 • Starfsmatsviðtali.
 • Útfylltum spurningalista starfsmatsins.
 • Starfslýsingu.
 • Öðrum upplýsingum um starf fengnar frá viðkomandi stofnun.

Uppbygging á mati:

 • Þekking og færni (38,4%)
 • Álag (25,4%)
 • Ábyrgð (31,2%)
 • Umhverfi (5%)
 • Undirþáttunum 13 er svo skipt niður í 5-8 þrep (alls 77 þrep í kerfinu)
 • Undirþættirnir byggja á skilgreiningu sem felur í sér upptalningu á kröfum sem starf þarf að uppfylla til að vera metið á því þrepi
 • Hvert þrep gefur ákveðinn stigafjölda og að lokum eru heildarstig starfs reiknuð út frá samanlögðum stigum allra þátta
 • Þessi tala reiknast svo yfir í launatöflu út frá tengireglu og kallast það starfslaun

Starfsmatsviðtalið

 • Alls eru 677 lokaðar spurningar í kerfinu.
 • Gert er ráð fyrir að starfsmaður í starfsmati þurfi að svara á bilinu 80-100 spurningum.
 • Hvert starfsmatsviðtal tekur 2-3 klst.
 • Fulltrúi hlutaðeigandi aðildarfélags BHM er viðstaddur í starfsmatsviðtalinu.
 • Hann er starfsmanni til aðstoðar, hefur yfirsýn yfir störfin á vinnustaðnum/félagssvæðinu.

Ítarefni

Aðstoð Stéttarfélags lögfræðinga

Ef þú ert enn með spurningar sem ekki er svarað hér fyrir ofan hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu félagsins

Þú getur sent inn fyrirspurn, til dæmis varðandi almennar spurningar um vinnurétt og kjaramál.

Þú getur líka stofnað formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrár kerfi okkar, til dæmis vegna umfangsmikilla eða viðkvæmra erinda

Loks má bóka símtal við sérfræðing, ef þú heldur að það eigi betur við.

Þjónustuskrifstofa Stéttarfélags lögfræðinga er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.