Beint í efni

Vísindasjóður

Aðild að Stéttarfélag lögfræðinga opnar á úthlutun úr vísindasjóði félagsins en sjóðnum er ætlað að vera kaupauki fyrir félaga sem greiddur er út einu sinni á ári. Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að vísindasjóði valkvæð en greitt er fyrir alla félaga sem starfa hjá sveitarfélögum. Framlag vinnuveitanda í vísindasjóð fyrir félaga hjá ríkinu var aflagt í kjarasamningum árið 2008 með þeim hætti að launatafla var hækkuð um tvö prósent.

Styrkupphæð og úthlutun

Styrkupphæðin er miðuð við innborgun í sjóðinn á tímabilinu 1. nóvember - 31. október en vinnuveitandi greiðir 1.5% af dagvinnulaunum í vísindasjóð. Félagar sem greitt hefur verið fyrir í vísindasjóð fá úthlutað úr sjóðnum í desember ár hvert. Félagar þurfa ekki að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðnum og fá senda tilkynningu í tölvupósti þegar greiðsla hefur farið fram.

Skattaleg meðferð

Styrkur úr vísindasjóði er forskráður á skattframtal styrkþega og er talinn fram til skatts eins og aðrar tekjur. Ef félagsmenn hafa greiðslukvittanir, sem skatturinn tekur gildar sem kostnað á móti styrknum, þá skal skila þeim með skattframtali. Annars greiðist fullur tekjuskattur af styrknum. Upplýsingar um hvaða greiðslukvittanir skatturinn tekur gildar sem kostnað á móti styrkjum má finna inn á vef skattsins.

Upplýsingar og aðstoð

Ef þú ert enn með spurningar sem ekki er svarað hér fyrir ofan hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu Stéttarfélags lögfræðinga.

Þú getur sent inn fyrirspurn, til dæmis varðandi úthlutun úr sjóðnum.

Þú getur líka stofnað formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrár kerfi okkar, til dæmis vegna umfangsmikilla eða viðkvæmra erinda

Loks má bóka símtal við sérfræðing, ef þú heldur að það eigi betur við.

Þjónustuskrifstofa félagsins er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.