Beint í efni

Vinnuréttur

Helstu atriði er varða réttindi og skyldur á vinnumarkaði

Hér er að finna ýmsar almennar upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, svo sem um rétt til launa í veikindum, orlofsrétt, uppsagnir o.fl.

Ef félagar þurfa á aðstoð að halda geta þeir haft beint samband við skrifstofu félagsins, til dæmis með því að senda okkur fyrirspurn.

Vinnutími og fyrirkomulag vinnu

Í flestum tilvikum eru ákvæði um vinnutíma og fyrirkomulag vinnu að finna í almennum kjarasamningum.

Ákvæði um vinnutíma geta verið mismunandi eftir því hvort starfsmaður er opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði. Í einhverjum tilvikum er nánar kveðið á um fyrirkomulag vinnu í stofnanasamningum og/eða ráðningarsamningum einstakra starfsmanna.

Eftirfarandi lýsingar byggja á almennum kjarasamningum nema annað sé tekið fram.

Veikindi og orlof

Það geta verið margvíslegar ástæður fyrir því að starfsfólk er fjarverandi frá vinnu, ýmist skipulagðar eða ófyrirséðar.

Kjarasamningar lýsa réttindum bæði starfsmanns og vinnuveitanda tengt fjarveru frá vinnu. Ein af lykiláherslum kjarasamninga er til dæmis orlofsrétturinn, þ.e. réttur launafólks til að taka sér leyfi frá störfum.

Hér er að finna yfirlit yfir helstu atriði sem tengjast fjarveru, veikindarétti og orlofi.

Ýmis réttindamál

Hér höfum við tekið saman nokkur atriði sem tengjast vinnurétti launafólks.

Uppsagnir og starfslok

Starfslok og uppsagnir eru atburðir sem óhjákvæmilega hafa mikil áhrif á tilveru og afkomu launþega. Mikilvægt er að vandað sé til verka og gætt að öllum réttindum launþegans.

Skrifstofa félagsins leggur kapp á að liðsinna félagsfólki sínu eins og hægt er við starfslok, bæði varðandi ráðgjöf og aðstoð við eftirfylgni.

Sérstaklega mikilvægt er að halda tengslum við stéttarfélag ef til atvinnuleysis kemur. Við umsókn um atvinnuleysisbætur má velja að greiða áfram stéttarfélagsgjald og halda þannig aðild að sjóðum og þjónustu.

Gjaldþrot eða breytingar hjá vinnuveitanda

Ef vinnuveitandi verður gjaldþrota, eða ef gerðar eru stórvægilegar breytingar á rekstri vinnuveitanda á launafólk ákveðin réttindi sem stéttarfélagið getur aðstoðað við að tryggja.

Aðstoð Stéttarfélags lögfræðinga

Ef þú ert enn með spurningar sem ekki er svarað hér fyrir ofan hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu félagsins

Þú getur sent inn fyrirspurn, til dæmis varðandi almennar spurningar um vinnurétt og kjaramál.

Þú getur líka stofnað formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrár kerfi okkar, til dæmis vegna umfangsmikilla eða viðkvæmra erinda

Loks má bóka símtal við sérfræðing, ef þú heldur að það eigi betur við.

Þjónustuskrifstofa félagsins er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.