Beint í efni

Trúnaðarmenn

Trúnaðarmaður er félagsmaður í stéttarfélagi sem hefur verið tilnefndur af starfsmönnum eða félaginu sjálfu sem fulltrúi þess á vinnustað.

Trúnaðarmaður er tengiliður milli félagsmanna á vinnustað og vinnuveitanda annars vegar og milli félagsmanna og stéttarfélags hins vegar. Trúnaðarmaður stendur ekki einn og eru stjórn og starfsmenn stéttarfélags honum til aðstoðar við að leysa úr þeim erindum sem upp kunna að koma og heyra undir starfssvið stéttarfélagsins.

Aðstoð og ráðgjöf Stéttarfélags lögfræðinga

Ef þú hefur spurningar um hlutverk, skyldur og réttindi trúnaðarmanna hvetjum við þig til að senda okkur fyrirspurn eða bóka símtal við sérfræðing.