Beint í efni

Orlofssjóður BHM

Með aðild að Orlofssjóði BHM býður félagið aðgang að spennandi orlofskostum auk afsláttarkjara á flugi og margvíslegri frítengdri afþreyingu.

Orlofssjóður BHM leigir sjóðsfélögum orlofshús og íbúðir innanlands. Auk þess er hægt að kaupa flugávísanir, ferðaávísanir og gjafabréf með Icelandair og Erni, útilegu – og veiðikort og ferðaávísanir.

Þá veitir félagsskírteini orlofssjóðsins ýmsa afslætti hjá fyrirtækjum vítt og breitt um landið.

Réttindi og úthlutanir

Rétt í orlofssjóð eiga þeir sem greitt hefur verið fyrir orlofssjóðsframlag í einn mánuð.

Sjóðfélagar ávinna sér punkta fyrir hvern mánuð sem greitt er í sjóðinn. Punktar dragast af inneign þegar orlofshús eru leigð á sumrin og um páskana. Utan úthlutunartímabila skiptir punktastaða ekki máli heldur gildir reglan að fyrstur kemur fyrstur fær.

Aðstoð

Starfsmenn Þjónustuvers sjóða BHM veita upplýsingar og aðstoð vegna orlofssjóðs BHM

Sími: 595 5100

Netfang: sjodir@bhm.is