Beint í efni

Sækja um aðild

Félagsaðild er heimil þeim launþegum sem lokið hafa háskólaprófi í lögfræði frá viðurkenndum háskóla. Félagi sem greiðir félagsgjald telst fullgildur félagi og hefur kjörgengi til embætta og atkvæðisrétt við afgreiðslu mála innan félagsins. Sé aðildarumsókn samþykkt öðlast hún gildi þegar félagsgjöld hafa verið greidd.

Háskólanemum sem stunda nám í lögfræði frá viðurkenndum háskóla og greiða félagsgjald af launum á námstíma er heimil full aðild að félaginu og sjóðum tengdum því, að undanskildu kjörgengi til stjórnar og annarra trúnaðarstarfa. Hver háskólanemi á rétt á aðild að félaginu í samtals fimm ár.

Háskólanemum í lögfræði stendur einnig til boða félagsaðild með takmörkuðum réttindum og skyldum. Nefnast þeir þá ungfélagar og greiða ekki félagsgjöld. Ungfélagaaðild veitir rétt til þátttöku í starfi Stéttarfélags lögfræðinga, málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum en þó ekki atkvæðisrétt eða kjörgengi. Ungfélagaaðild öðlast gildi þegar hún hefur verið samþykkt

Til þess að sækja um aðild þá fyllir þú formið hér að neðan út og óskar svo eftir því við vinnuveitanda þinn að greitt sé fyrir þig í félagið.

Vinnuveitandi
Fylgiskjöl

Athugið að hér þarf að senda afrit af prófgráðu.

Dragðu skjal hingað til að hlaða upp

Tekið er við skjölum með endingu .pdf .jpeg .png, hámark fylgiskjala er 10MB