Að hugsa um sjálfa sig og aðra
Fyrirlestur um hvernig á að hlúa að sjálfum sér í amstri dagsins
Fyrirlesturinn " Að hugsa um sjálfa sig og aðra" fer fram fimmtudaginn 29. sept. frá kl. 12:00-13:00 í Borgartúni 6 og á Teams.
Fyrirlesari er Hugrún Vignisdóttir, sálfræðingur sem starfar í eigin rekstri á Zen Sálfræðistofu Selfossi sem og hjá Litlu Kvíðameðferðarstöðinni í Reykjavík. Hún er með víðtæka reynslu af ráðgjöf og meðferð við t.d. kvíða og lágu sjálfsmati en er einnig vanur fyrirlesari og hefur unnið með íþróttafólki við markmiðasetningu, meiðsli, áhugahvöt og bætta frammistöðu.
Það getur tekið á að starfa við umönnun eða mikil samskipti við ólíka einstaklinga, þá þarf að hlúa að sjálfum sér. Í fyrirlestrinum fer Hugrún m.a. yfir hvernig taugakerfið okkar virkjast við ólík áreiti og bjargráð til að hlúa að sér í amstri dagsins.
Áætlað er að fyrirlesturinn taki um 40 mínútur og svo verði umræður í sal og rafrænt. Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg í viku í kjölfarið á lokuðu svæði fyrir félagsfólk á vef BHM.
Félagsfólk er eindregið hvatt til að mæta á fyrirlesturinn í sal BHM í Borgartúni 6, á 4. hæð, en einnig verður hægt að fylgjast með á Teams.