Beint í efni

Aðalfundur félagsins afstaðinn

SL hélt aðalfund sinn 29. mars síðastliðinn

Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga var haldinn 29. mars síðastliðinn í Borgartúni 6.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Skýrsla stjórnar var kynnt, kosið var um lagabreytingar og reikningar félagsins samþykktir.

Fundargögn aðalfundar

Fundargögn aðalfundar má finna hér.

Þá hlutu Helgi Bjartur Þorvarðarson og Sveinn Tjörvi Viðarsson kjör í stjórn félagsins en Ásta Valdimarsdóttir, meðstjórnandi, og Hrafnhildur Guðjónsdóttir, gjaldkeri, luku setu sinni í stjórn. Stjórn félagsins þakkar Ástu og Hrafnhildi fyrir vel unnin störf og gott samstarf.

Í stjórn félagsins fyrir eru Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður, Jóhann Gunnar Þórarinsson og Íris Kristinsdóttir.

Stjórn félagsins þakkar félagsmönnum fyrir liðið starfsár og hlakkar til að starfa í þágu félagsfólks næsta árið