Aðalfundur félagsins afstaðinn
SL hélt aðalfund sinn 29. mars síðastliðinn
Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga var haldinn 29. mars síðastliðinn í Borgartúni 6.
Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Skýrsla stjórnar var kynnt, kosið var um lagabreytingar og reikningar félagsins samþykktir.
Þá hlutu Helgi Bjartur Þorvarðarson og Sveinn Tjörvi Viðarsson kjör í stjórn félagsins en Ásta Valdimarsdóttir, meðstjórnandi, og Hrafnhildur Guðjónsdóttir, gjaldkeri, luku setu sinni í stjórn. Stjórn félagsins þakkar Ástu og Hrafnhildi fyrir vel unnin störf og gott samstarf.
Í stjórn félagsins fyrir eru Alda Hrönn Jóhannsdóttir formaður, Jóhann Gunnar Þórarinsson og Íris Kristinsdóttir.
Stjórn félagsins þakkar félagsmönnum fyrir liðið starfsár og hlakkar til að starfa í þágu félagsfólks næsta árið