Beint í efni

Félagsfólk á opinberum vinnumarkaði fær launahækkun

Félagsfólk hjá sveitarfélögum og ríki fær launahækkun

Í þeim samningsforsendum sem gerðar voru við kjarasamninga við sveitarfélögin árið 2020 er kveðið á um eftirfarandi

"Komi til þess að samkomulag náist á almennum vinnumarkaði um breytingu á kjarasamningi þeirra skulu aðilar taka upp viðræður um hvort og þá með hvaða hætti slík breyting taki gildi gagnvart samningum aðila."

Á síðustu dögum komust SA og ASÍ að þeirri niðurstöðu að hagvaxtarauki, skv. lífkjarasamningnum komi til framkæmda. Það þýðir launahækkun fyrir eftirfarandi hópa.

Félagsfólk sem starfar hjá ríkinu

Laun ríkisstarfsmanna hækka um 10.500 krónum á mánuði og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu sem nemur 7.875 kr. Gert ráð fyrir að þessar hækkanir komi til framkvæmda við útborgun launa þann 1. maí næstkomandi.

Félagsfólk sem starfar fyrir sveitarfélögum og Reykjavíkurborg

Launatöflur sveitarfélaganna hækka sem nemur 10.500 krónum á mánuði frá og með 1. apríl 2022.