Beint í efni

Hinsegin 101

BHM býður félagsfólki aðildarfélaga sinna upp á hinsegin fræðslu frá Samtökunum 78

BHM býður félagsfólki aðildarfélaga sinna upp á hinsegin fræðslu frá Samtökunum 78. Fyrirlesari er Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra samtakanna. Fyrirlesturinn verður haldinn Miðvikudaginn 1. febrúar kl. 13:00-14:00 í Borgartúni 6 og á Teams

Í fyrirlestrinum verður fjallað um kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu. Farið er yfir helstu grunnhugtök og orðanotkun tengda hinseginleikanum og fjallað um starf Samtakanna 78. Markmið fræðslunnar er að stuðla að skilningi, draga úr fordómum og efla jákvæð samskipti vinnustöðum. Félagsfólk er velkomið í sal BHM í Borgartún 6 en viðburðinum verður einnig streymt á Teams.

Skráning fer fram á Mínum síðum BHM.