Beint í efni

Jóhann Gunnar kosinn formaður Orlofssjóðs BHM

Nýlega var haldinn fulltrúaráðsfundur Orlofssjóðs BHM (OBHM) en slíkir fundir er haldnir árlega innan allra sjóða BHM og eru þeir ígildi aðalfunda sjóða BHM. Á fulltrúaráðsfundi OBHM var farið yfir ársreikning sjóðsins, skýrslu stjórnar og sitthvað fleira.

Á fundinum var jafnframt kosið í stjórn OBHM og var Jóhann Gunnar Þórarinsson, formaður Stéttarfélags lögfræðinga, kosinn formaður stjórnar sjóðsins. Í stjórn sjóðsins sitja ásamt Jóhanni Gunnari, Björn Bjarnason frá Kjarafélagi viðskiptafræðinga- og hagfræðinga, Auðbjörg Björnsdóttir frá Félagi háskólakennara á Akureyri, Herdís Helga Schopka frá Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Inga María Leifsdóttir frá Fræðagarði, Bragi Bergsson frá Félagi íslenska náttúrufræðinga og Sigurlaug H. Traustadóttir frá Félagsráðgjafafélagi Íslands.

Jóhann Gunnar var ánægður með kjörið og hafði þetta að segja:

“Ég þakka fulltrúum aðildarfélaga BHM fyrir það traust sem mér er sýnt með því að hljóta kjör sem formaður OBHM. Ég hlakka til að hefjast handa með samstarfsfólki mínu í stjórn en markmiðið er að bæta enn frekar þá þjónustu sem Orlofssjóður BHM veitir félagsfólki í aðildarfélögum BHM.”