Kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga samþykktur
Félagar SL samþykktu nýjan kjarasamning
Ágæti félagi
Innilega til hamingju með nýjan kjarasamning.
Í vikunni voru greidd atkvæði með nýjum kjarasamningi við samband sveitarfélaga. Samningurinn var samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða.
Samningurinn er afturvirkur til 1. janúar síðastliðinn. Samningstími samnings er stuttur þar sem rétt um ár er í að samningar verði lausir, það er 31. mars 2023 Vinna félagsins við þá samningagerð er þegar hafin.
Ef einhverjar spurningar vakna vegna samnings þessa eða annara mála er ykkur bent á að hafa samband við skrifstofu félagsins.
Virðingarfyllst fyrir hönd samninganefndar og stjórnar SBU
Óskar Þór Þráinsson, varaformaður SBU.
Aðstoð Stéttarfélags lögfræðinga
Ef þú ert enn með spurningar sem ekki er svarað hér fyrir ofan hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu SBU.
Þú getur sent inn fyrirspurn, til dæmis varðandi almennar spurningar um vinnurétt og kjaramál.
Þú getur líka stofnað formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrár kerfi okkar, til dæmis vegna umfangsmikilla eða viðkvæmra erinda
Loks má bóka símtal við sérfræðing, ef þú heldur að það eigi betur við.
Þjónustuskrifstofa SBU er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.