Beint í efni

Kjaraviðræður við Reykjarvíkurborg standa enn yfir

Ágreiningur stendur um hækkanir á svokölluðum „öðrum launum“. 

Á liðnu kjarasamningatímabili tók Reykjarvíkurborg einhliða ákvörðun um að segja upp fastlaunasamningum. Þess í stað gerðu stjórnendur borgarinnar samkomulag við starfsfólk um sömu krónutölu á grundvelli greinar 1.1.3 um önnur laun. Á þeim tíma mótmælti félagið harðlega þessari aðgerð, taldi hana ólögmæta og líklega til að leiða til kjararýrnunar yfir tíma.

Ólíkt fastlaunasamningum um yfirvinnu tekur grein 1.1.3 um önnur laun ekki kjarasamningsbundnum hækkunum. Með uppsögn fastlaunasamninga verða heildarlaunahækkanir fastra launa því lægri en þær annars hefðu verið. Yfirstandandi kjaraviðræður eru þær fyrstu síðan Reykjarvíkurborg sagði upp fastlaunasamningum og því hafa kjaraviðræður nú einkum beinst að úrlausn mála varðandi önnur laun.

Ágreiningurinn snýst ekki um viðleitni Reykjarvíkurborgar til að þróa viðbótarlaunakerfi, né um hvort fyrra kerfi hafi verið góð eða eðlileg leið fyrir viðbótarlaun. Ágreiningurinn snýst um hvernig tryggja megi sömu kjaravernd og áður og koma í veg fyrir að föst samningsbundin kjör fólks rýrni yfir tíma.

Krafa félagsins er því sú að heildarlaun starfsfólks Reykjarvíkurborgar sem samsett eru af grunnlaunum og öðrum launum taki sömu kjarasamningsbundnu hækkunum og föst heildarkjör annars opinbers starfsfólks, eins og við átti um starfsfólk Reykjarvíkurborgar fram að uppsögn fastlaunasamninga.

Eins langt og það nær er það okkar staðfasta trú að best sé að leysa málið með samvinnu í gegnum kjarasamninga. Það er hins vegar fyrir hendi ágreiningur og málið er flókið og tímafrekt í úrvinnslu. Á meðan við hörmum að samningar liggi enn ekki fyrir förum við þess á leit við félagsfólk okkar að sýna biðlund á meðan unnið er að úrlausn ágreiningsmála með samninganefnd Reykjarvíkurborgar.