Beint í efni

Kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Viðræðum við Reykjavíkurborg ekki lokið

Kjaraviðræður félagsins við Reykjavíkurborg hafa ekki skilað tilætluðum árangri og því halda samningaviðræður áfram um sinn. Því miður hefur ekki náðst sátt um úrlausn mála sem talin eru veigamikil kjara- og réttindamál en áfram verður fundað með Reykjavíkurborg með það að markmiði að ná samningum sem fyrst.

Markmið félagsins var að nýr samningur lægi fyrir áður en fyrri samningur rynni út. Stéttarfélög BHM komu hins vegar seint að kjarasamningsborðinu og strax varð ljóst að nokkuð langt var í land og að ekki tækist að ljúka samningi í tæka tíð. Vonir félagsins standa þó til þess að samningar náist sem fyrst og þannig verði félagsfólk ekki fyrir langvarandi óþægindum vegna framhalds viðræðna.