Beint í efni

Landsréttur staðfestir brot á jafnréttislögum vegna kynbundins launamunar

Landsréttur staðfestir brot á jafnréttislögum vegna kynbundins launamunar

Landsréttur kvað nýverið upp dóm í máli félagsmanns Stéttarfélags lögfræðinga þar sem staðfest var að verulegur launamunur kvenkyns lögfræðings og karlkyns lögfræðings í sambærilegu starfi hjá sömu stofnun bryti gegn lögum nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Landsréttur hafnaði öllum málsástæðum vinnuveitandans og staðfesti niðurstöðu héraðsdóms í heild. Stofnunin var dæmd til að greiða bætur vegna fjártjóns auk miskabóta. Í dóminum er áréttað að kynbundinn launamunur teljist ólögmæt mismunun sem vinnuveitendur beri bótaábyrgð á samkvæmt jafnréttislögum.

Stéttarfélag lögfræðinga kostaði rekstur málsins fyrir hönd félagsmannsins og fagnar niðurstöðunni.

Niðurstaðan er mikilvægt fordæmi og skýr áminning um að launaákvarðanir verði ávallt að byggjast á málefnalegum, gagnsæjum og kynhlutlausum sjónarmiðum.