Beint í efni

Nýr formaður sjálfkjörinn

Jóhann Gunnar Þórarinsson sjálfkjörinn í embætti formanns Stéttarfélag lögfræðinga

Jóhann Gunnar tekur við embætti formanns af Öldu Hrönn Jóhannsdóttir sem hefur sinnt formennsku í félaginu frá árinu 2008. Jóhann hefur sinnt embætti varaformanns Stéttarfélags lögfræðinga síðustu árin og starfar sem fagstjóri leyfisveitinga og eftirlits með gististöðum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Jóhann hefur mikla reynslu af félags- og stjórnarstörfum en hann gengdi um tíma embætti varaformanns BHM, sat í kjara- og réttindanefnd BHM og í stjórn Lánasjóðs námsmanna (LÍN) svo eitthvað sé nefnt. Hann er með B.A. og Mag. Jur. gráður frá HÍ og M.A. í evrópskri viðskiptalögfræði frá Háskólanum í Lundi.

Jóhann Gunnar og Alda Hrönn.

Ég þakka félagsfólki það traust sem mér er sýnt og ég hlakka til að halda áfram að efla og bæta það góða starf sem hefur verið unnið innan veggja félagsins. Þá vil ég þakka Öldu hjartanlega fyrir sín störf í þágu félagsfólks síðustu 16 árin en það hafa verið forréttindi að vinna með henni á síðustu árum og hún á hrós skilið fyrir vel unnin störf. Framundan eru kjarasamningaviðræður við okkar viðsemjendur en þar mun stjórn Stéttarfélags lögfræðinga hafa það að markmiði númer eitt að tryggja okkar fólki kjara- og réttindabætur svo um munar. Ég horfi bjartsýnn fram á veginn og hlakka til að takast á við þau verkefni sem er framundan.

Jóhann Gunnar Þórarinsson formaður SL.