Beint í efni

Nýr kjarasamningur við Reykjavíkurborg

Stéttarfélag lögfræðinga hefur nú skrifað undir skammtímasamning við Reykjavíkurborg

Rétt í þessu skrifaði félagið undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Reykjavíkurborg með það að markmiði að tryggja félagsfólki sínu nauðsynlega og tafarlausa kjaraleiðréttingu. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Kosning og kynning

Kosning um samninginn er nú þegar hafin og getur félagsfólk skráð sig með rafrænum skilríkjum inn á bhm.is/kosning og greitt þar atkvæði. Frestur til að greiða atkvæði rennur út kl. 10:00 að morgni þriðjudaginn 18. júlí.

Samningur hefur verið sendur í tölvupósti á félagsfólk sem starfar hjá Reykjavíkurborg. Frekara kynningarefni um samninginn verður sent út á félagsfólk í næstu viku.

Kynningarfundir verða með eftirfarandi hætti:

Stað- og fjarfundur verður haldinn í Borgartúni 6 á 4. hæð í fundarsalnum Brú frá kl. 12:00 til 13:00 miðvikudaginn 12. Júlí. Hlekk á fundinn má finna hér.

Fjarfundur verður haldinn á Teams frá kl. 15:30 til 16:15 fimmtudaginn 13. júlí. Hlekk á fundinn má finna hér.