Nýr kjarasamningur við Samband íslenskra sveitarfélaga
Stéttarfélag lögfræðinga hefur skrifað undir skammtímasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga
Rétt í þessu skrifaði Stéttarfélag lögfræðinga undir samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga með það að markmiði að tryggja félagsfólki sínu nauðsynlega og tafarlausa kjaraleiðréttingu. Í samningnum er jafnframt gerð sérstök launaleiðrétting fyrir hluta félagsfólks til að samræma laun þeirra og félaga annarra heildarsamtaka. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Kosning og kynning
Kosning um samninginn er nú þegar hafin og getur félagsfólk skráð sig með rafrænum skilríkjum inn á bhm.is/kosning og greitt þar atkvæði. Frestur til að greiða atkvæði rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 19. maí.
Samningur hefur verið sendur í tölvupósti á félagsfólk sem starfar hjá sveitarfélögunum.
Kynningarfundur verður haldinn á morgun í gegnum fjarfund á Teams (þriðjudaginn 16. maí) kl. 16:30 og í framhaldi af honum verður frekari kynningarefni sent út á félagsfólk.