Beint í efni

Opnunartími í júlí

Þjónusta félagsins breytist lítillega í júlí sökum sumarleyfa starfsfólks

Afgreiðsla þjónustuskrifstofu félagsins í Borgartúni 6 verður lokuð í júlí en opið er fyrir innhringingar í síma 595-5165 á milli kl. 09:00 til 16:00 frá mánudegi til fimmtudags en lokað er á föstudögum.

Við bendum félagsfólki okkar á að það getur sent okkur fyrirspurn, stofnað formlega þjónustubeiðni eða óskað eftir símtali í gegnum þar til gerð form á vefsíðu okkar. Eftir að erindi berst okkur verður haft samband við fyrsta tækifæri en athugið að svartími erinda er lengri en vanalega sökum sumarleyfa.