Beint í efni

Samstarfssamningur við Símennt Háskólans á Akureyri

Stéttarfélagi Lögfræðinga ásamt Félag Háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins skrifuðu nýlega undir samstarfssamning við Símenntun Háskólans á Akureyri. Félagsfólki mun standa til boða sérkjör á námskeiðum skólans, 15% afslátt af styttri námskeiðum og námsleiðum og 10% af lengri námsleiðum SMHA.

Fjöldi spennandi námskeiða eru á dagskránni til að mynda Verkefnastjórnun með vottun sem hefst 20. janúar, Lestur ársreikninga, Heildræn öndun og Ítalska 1.

Í þessu samhengi minnum við á starfsþróunar- og menntunar sjóðina sem félagsfólki stendur til boða inn á mínum síðum.