Svartími erinda lengri en vanalega
Undirbúningur fyrir kjaraviðræður og mikill fjöldi erinda seinkar svörum til félagsfólks
Svartími vegna erinda sem okkur berast er nú lengri en vanalega, en það er vegna þess að undirbúningur vegna kjaraviðræðna stendur nú yfir og auk þess hefur okkur borist mikill fjöldi erinda á síðustu vikum.
Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum félagsfólki okkar fyrir biðlundina.
Ef erindið er mjög áríðandi er hægt að hringja í skrifstofu félagsins í síma 595-5165.