Beint í efni

Leiðtogahlutverkið í breyttu umhverfi

Í þessari hagnýtu vinnustofu verður fari yfir þær áskoranir sem stjórnendur eru að eiga við og hvernig hægt sé að nálgast þær. Einnig verður farið í hvernig hægt er að viðhalda starfsánægju og félagslegum tengslum við þessar breyttu aðstæður.

Yfirstandandi heimsfaraldur hefur valdið straumhvörfum í því hvernig unnið er á vinnustöðum. Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem raunhæfan valkost og ýmis samskiptatól og tækinýjungar styðja við þessa vegferð.

Að mörgu að er hyggja þegar kemur að hlutverki stjórnenda í fjarvinnuumhverfi. Það er sem dæmi meiri áskorun að halda utan um starfsfólk og stjórna því og verkefnum í fjarvinnu en þegar unnið er á sama stað. Fjarvinna innifelur þá miklu breytingu fyrir stjórnendur að áherslan er á árangur en minna á viðveru eða verklag. Mikilvægur grundvöllur fjarvinnu er gagnkvæmt traust milli stjórnenda og starfsmanna. Enn meiri krafa er á færni stjórnenda í að lesa í aðstæður og meta hvernig eigi að nálgast starfsmenn. Stundum þarf að hafa skýrar línur og segja hvað eigi að gera og hvernig, stundum þarf bara að hlusta og vera til staðar og stundum eiga stjórnendur að láta starfsmönnum eftir að ákveða hvað eigi að gera. Sama gildir um færnina í að gagnrýna og ræða ólík sjónarhorn og áherslur.

Meðal þess sem verður tekið fyrir:

  • Kostir og áskoranir fjarvinnu
  • Að halda sameiginlegum takti í fjarvinnuumhverfi
  • Að ræða mál, rökræða og gagnrýna
  • Að skapa gagnkvæmt traust og aðhald

Kennsluaðferðir:

  • Fyrirlestur
  • Verkefnavinna
  • Umræður

Leiðbeinandi á námskeiðinu Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, M.A. í vinnusálfræði.

ATHUGIÐ

Takmarkað pláss er á námskeiðið sem verður einungis haldið í Borgartúni 6 (4. hæð) en ekki rafrænt. Skráning fer fram hér að neðan. Þar sem um er að ræða staðnámskeið með virkri þátttöku fólks verður það ekki tekið upp og því ekki hægt að horfa á upptöku af því síðar.