Aðalfundarboð 2023
Aðalfundur félagsins verður haldinn 16. mars frá kl. 16:00 til 17:00 í Borgartúni 6 á 4. hæð.
Dagskrá fundar
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar.
- Stjórn félagsins leggur fram endurskoðaða ársreikninga félagsins fyrir liðið ár til samþykktar.
- Lagabreytingar, sbr. 9 gr.
- Kosningar:
a. Kosning formanns annað hvert ár.
b. Kosning 2ja aðalmanna til 2ja ára.
c. Kosning eins varamanns til eins árs. - Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
Fundargögn
Inn á vefsíðu félagsins má finna þau fundargögn sem liggja fyrir fundinn. Athugið að öll fundargögn munu birtast á vefsíðu félagsins í síðasta lagi einum sólarhring áður en fundur hefst. Athugið að meðal fundargagna er tillaga að heildarendurskoðun á lögum félagsins sem verða tekin fyrir á fundinum.
Kosningar í stjórn
Á fundinum verður kosið í eftirfarandi embætti:
- Formann til tveggja ára
- Tvo aðalmenn til tveggja ára
- Einn varamann til eins árs
Framboð til setu í stjórn félagsins skulu tilkynnt stjórn með skriflegum hætti minnst þremur dögum fyrir aðalfund. Senda skal tilkynningu um framboð á sl@stettarfelaglogfraedinga.is.