Beint í efni

Áframhaldandi kjaraviðræður við Reykjavíkurborg

Samningar við Reykjavíkurborg hafa enn ekki náðst

Kjaraviðræður félagsins við Reykjavíkuborg standa enn yfir og er fundað stíft þessa dagana. Ágreiningur stendur sem fyrr um hækkanir á svokölluðum öðrum launum eins og sagt var frá á vefsíðu félagsins í byrjun júnímánaðar.

Félagið mun halda áfram samtali við Reykjavíkurborg um sinn og mun upplýsa félagsfólk sitt frekar um gang mála í næstu viku. Um leið og félagið harmar að ekki enn liggi fyrir kjarasamningur við Reykjavíkurborg þá þakkar það félagsfólki sínu fyrir sýnda biðlund.