Beint í efni

Stjórn Stéttarfélags lögfræðinga

Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu.

Stjórn Stéttarfélags lögfræðinga 2022 - 2023

Eftir aðalfund 2022 skipa eftirfarandi stjórn félagsins:

Formaður

Alda Hrönn Jóhannsdóttir (kjörtímabil 2021-2023) / sl@stettarfelaglogfraedinga.is

Stjórnarmenn

 • Jóhann Gunnar Þórarinsson, varaformaður (kjörtímabil 2021 - 2023)
 • Sveinn Tjörvi Viðarsson, ritari (kjörtímabil 2022 - 2024)
 • Íris Kristinsdóttir, gjaldkeri (kjörtímabil 2021 - 2023)
 • Helgi Bjartur Þorvarðarson, meðstjórnandi (kjörtímabil 2022 - 2024)

Varamaður

 • Arna Pálsdóttir (kjörtímabil 2022 - 2023)

Hlutverk stjórnar

Í lögum Stéttarfélag lögfræðinga segir um stjórn félagsins:

 • Stjórn félagsins er skipuð fimm fullgildum félögum og tveimur til vara.
 • Formann skal kjósa sérstaklega en stjórn félagsins skiptir að öðru leyti með sér verkum og ákveður hver sé varaformaður, ritara, gjaldkeri og meðstjórnandi. Formanni er heimilt að boða varamann til þátttöku í starfi stjórnar, en án atkvæðisréttar nema annað leiði af forföllum aðalmanns.
 • Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkunum er lög þessi setja. Hún tekur nánari ákvarðanir um starfsemi félagsins og ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjárreiðum þess.
 • Stjórn skuldbindur félagið gagnvart öðrum aðilum. Gerðir stjórnarinnar skulu jafnan bókfærðar.
 • Stjórn félagsins ákveður hvenær leitað skuli eftir samþykki félagsmanna til verkfallsboðunar.
 • Stjórn eða samninganefnd félagsins undirritar kjarasamning, að jafnaði skal undirritunin vera með fyrirvara um samþykki félagsmanna.
 • Stjórn eða samninganefnd félagsins skal kynna félagsmönnum kjarasamning og bera hann undir atkvæði á félagsfundi. Rafræn atkvæðagreiðsla skal vera jafngild atkvæðagreiðslu á félagsfundi.
 • Stjórn félagsins ber ábyrgð á fjármálum og öllum rekstri félagsins. Allar ákvarðanir um óregluleg útgjöld og fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið skulu teknar til formlegrar afgreiðslu á stjórnarfundum.
 • Stjórn getur ákveðið að aðalfundur fari fram rafrænt í fjarfundi eða sem bæði stað- og fjarfundur. Fara þá rafrænt fram atkvæðagreiðslur, samþykktir og slíkt sem jafnan færi fram skriflega.