Beint í efni

Stjórn Stéttarfélags lögfræðinga

Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu.

Stjórn 2023 - 2024

Eftir aðalfund 2023 skipa eftirfarandi stjórn félagsins:

Formaður

Jóhann Gunnar Þórarinsson (kjörtímabil 2023-2025) / johann@stettarfelaglogfraedinga.is

Stjórnarmenn

 • Helgi Bjartur Þorvarðarson, varaformaður (kjörtímabil 2022 - 2024)
 • Sveinn Tjörvi Viðarsson, ritari (kjörtímabil 2022 - 2024)
 • Íris Kristinsdóttir, gjaldkeri (kjörtímabil 2023 - 2025)
 • Hrafnhildur Guðjónsdóttir, meðstjórnandi (kjörtímabil 2023 - 2025)

Varamenn

 • Jón Pétur Skúlason, varamaður 1 (kjörtímabil 2023 - 2024)
 • Katrín Þórdís B Thorsteinsson varamaður 2 (kjörtímabil 2023 - 2024)
F.v. t.h. Helgi Bjartur Þorvarðarson, Íris Kristinsdóttir, Jóhann Gunnar Þórarinsson, Hrafnhildur Guðjónsdóttir og Sveinn Tjörvi Viðarsson.

Um stjórn félagsins

 • Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi og skal skipuð fimm fullgildum félögum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum og ákveður hver sé varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Formaður getur boðað varafulltrúa til þátttöku í starfi stjórnar og hefur hann þá málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt nema ef aðalfulltrúi forfallast.
 • Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og er málsvari þess. Hún gætir þess að lögum og samþykktum félagsins sé framfylgt og fer með umboð félagsins til kjarasamninga.
 • Formaður boðar stjórnarfundi með dagskrá eins oft og þörf krefur og stýrir þeim. Boða skal fund ef a.m.k. einn stjórnarfulltrúi óskar þess og skal hann þá haldinn innan viku. Fundir stjórnar eru lögmætir ef meirihluti fulltrúa mætir og ræður meirihluti greiddra atkvæða niðurstöðu mála. Falli atkvæði á jöfnu skal atkvæði formanns ráða.
 • Stjórn ber ábyrgð á fjármálum og rekstri félagsins. Ákvarðanir stjórnar skulu bókaðar í fundargerð sem stjórn undirritar.
 • Stjórn er heimilt að standa fyrir rafrænum kosningum, t.d. atkvæðagreiðslum um kjarasamninga.
 • Stjórn félagsins ber ábyrgð á fjármálum og rekstri félagsins. Ákvarðanir um óregluleg og meiriháttar útgjöld og fjárhagslegar skuldbindingar fyrir félagið skulu teknar til formlegrar afgreiðslu á stjórnarfundum.