Aðalfundur SL árið 2023 afstaðinn
Aðalfundur félagsins fór fram í húsakynnum BHM fimmtudaginn 16. mars
Aðalfundur Stéttarfélags lögfræðinga kom saman á 4. hæð í Borgartúni 6 síðdegis í gær. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf félagsins. Alda Hrönn Jóhannsdóttir fráfarandi formaður stjórnar félagsins fór yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Þá samþykkti aðalfundur ársreikning félagsins og tillögu stjórnar um heildarendurskoðun á lögum félagsins.
Á fundinum fór kjör í stjórn félagsins fram en það voru laus sæti tveggja aðalmanna og tveggja varamanna. Frambjóðendur í sæti aðalmanna voru Hrafnhildur Guðjónsdóttir, Íris Kristinsdóttir og Jón Pétur Skúlason. Kosningar fóru á þá veg að Hrafnhildur og Íris hlutu kjör í stjórn félagsins sem aðalmenn til næstu tveggja ára. Þá var Jón Pétur Skúlason kosinn sem varamaður 1 og Katrín Thorsteinsson kosin sem varamaður 2.
Kjör formanns
Nýr formaður sjálfkjörinn
Fyrir fundinn var kallað eftir framboðum í embætti formanns félagsins. Skila þurfti inn framboðum þremur dögum fyrir aðalfundinn og eitt framboð barst frá Jóhanni Gunnari Þórarinssyni sitjandi varaformanni félagsins. Jóhann Gunnar var sjálfkjörinn í embætti formanns og tók við formannsembætti af Öldu Hrönn Jóhannsdóttur sem hafði gegnd formennsku í félaginu síðan árið 2008.
Nýkjörin stjórn Stéttarfélags lögfræðinga þakkar félagsfólki fyrir traustið sem henni er sýnt og hlakkar til að starfa í þágu félagsfólks næsta starfsárið. Þá vill stjórn félagsins þakka Öldu Hrönn Jóhannsdóttir fráfarandi formanni hjartanlega fyrir sín störf í þágu félagsins síðustu 16 árin.